Mömmukökur

125 g smjörlíki

250 g sýróp

500 g hveiti

2 tsk. natron

1 tsk engifer

125 g sykur

1 egg

Sykur, sýróp og smjörlíki hitað saman í potti og síðan kælt, hrærið eggið samanvið. Þurrefnunum er blandað saman og saman við gumsið. Hnoðið saman. Degið er látið stand stund í ísskáp en síðan flatt út og stungnar út kringlóttar kökur. Bakið gullinbrúnt við ca 200°C. Þegar kökurnar eru orðnar alveg kaldar eru þær settar saman tvær og tvær með hvítu kremi, en það er gert úr smjörlíki (eða smjöri) og flórsykri.

 

Jólasíða Systu 15 október 2001, Jólamaturinn

Jólakrækjur