Klukkurnar dinga-linga-ling
(Ólafur Gaukur/ Wideman)

Klukkurnar dinga-linga-ling,
klingja um jól.
Börnin safnast saman,
sungin jólavísa,
komið er að kveldi,
kertin jóla lýsa.
Klukkurnar dinga-linga-ling
klinga um jól.

Klukkurnar dinga-linga-ling
klingja um jól.
Loftið fyllist friði,
fagra heyrum óma,
inn um opinn gluggann
allar klukkur hljóma.
Klukkurnar dinga-linga-ling
klinga um jól.

Jólatextar  /   Jólasíða Systu