Jólin koma
(Speilman Torre/Ómar Ragnarsson)



Er nálgast jólin lifnar yfir öllum
það er svo margt sem þarf að gera þá
og jólasveinar fara uppá fjöllum
að ferðbúast og koma sér á stjá.

Jólin koma, jólin koma
og þeir kafa snjó á fullri fart.
Jólin koma, jólin koma
allir búast í sitt besta skart.

Hún mamma'er heima' að skúra banka' og bóna
og bakar sand af fínu tertunum
og niðri'í bæ er glás af fólki' að góna
á gjafirnar í búðagluggunum.

Jólin koma, jólin koma
allir krakkar fá þá fallegt dót.
Jólin koma, jólin koma
þá er kátt og alls kyns mannamót.

Hann er svo blankur auminginn hann pabbi
að ekki gat hann gefið mömmu kjól
svo andvarpar hann úti' á búðalabbi
það er svo dýrt að halda þessi jól.

Jólin koma, jólin koma
allt í flækju' og menn í feikna ös.
Jólin koma, jólin koma
fólk og bílar allt í einni kös.

Jólasíða Systu    Jólatextar