Hnetutoppar

250 g hveiti 

1 tsk. lyftiduft 

125 g sykur 

1 stk. egg 

175 g smjör 

1/2 tsk. vanilludropar 

3/4 tsk. sítrónudropar 

heilar hnetur

Setjið allt hráefnið saman í hræriskálina og vinnið rólega saman, rúllið út í pylsu og kælið, skerið svo niður. Setjið á bökunarpappír, penslið yfir með hrærðu eggi, stráið smá sykri yfir. Stingið heilli heslihnetu í miðjuna og bakið við 180° í 10-12 mín.


Jólasíða Systu 8 nóvember 2001, Jólamaturinn

Jólakrækjur