Hnetusmjörskökur

¼ bolli smjörlíki

¾ bolli sykur

¾ bolli dökkur púðursykur (þétt troðinn)

1 teskeið vanillusykur

1 stórt egg

2 stórar eggjahvítur létt slegnar

3 bollar hveiti

2 teskeiðar matarsóti

ögn af salti

1 bolli gamaldags hnetusmjör

 

Blandið smjörlíkinu og sykrunum saman í hrærivél eða mixara. Bætið vanillu, eggjinu og eggjahvítunum saman við, hrærið vel. Blandið saman hveitinu, sótanum og salti og bætið út í hræruna. Látið loks hnetismjörið saman við og hrærið vel. Setjið á plötu með teskeið og sléttið með gafli. Bakið í forhituðum ofni þar til kökurnar eru ljós brúnar, um 10 mín.

Jólasíða Systu 15 október 2001, Jólamaturinn