Hálfmánar

500 g hveiti
300 g smjörlíki
200 g sykur
2 egg
2 tsk. lyftiduft
2 tsk. hjartarsalt
vanilludropar
rabarbarasulta

Smjörlíki mulið saman við þurrefnin. Eggi og vanilludropum bætt við. Deigið er síðan hnoðað uns það er slétt og sprungulaust. Gott er gott að láta það bíða í kulda yfir nótt. Deigið er nú flatt út og mótað í kökur ca. 6-8 cm í þvermál. Sulta látin á miðju hverar köku og þær brotnar til helminga og brúnum þrýst saman með gafli.

 

Jólasíða Systu 15 október 2001, Jólamaturinn