Gyðingakökur

425 g (rúml. 8 dl) hveiti
tsk. hjartarsalt
150 g (rúml. 1 dl) sykur
200 g smjör (ekki smjörlíki)
2 lítil egg
10 steyttar kardimommur eða tsk. kardimommudropar
2 eggjahvítur ofan á
100-150 g afhýddar möndlur ofan á
1 1 dl sykur ofan á

Setjið hveiti, hjartarsalt og sykur í skál, myljið smjörið út í. Setjið síðan eggin saman við ásamt steyttum kardimommum eða kardimommudropum. Hnoðið samfellt deig. Geymið á köldum stað í 1 - 2 klst. Fletjið því næst deigið mjög þunnt út og stingið út kringlóttar kökur með glasi. Raðið á bökunarpappír á bökunarplötu. Setjið eggjahvíturnar á disk og sláið sundur með gaffli svo að örlítil froða myndist. Saxið möndlurnar frekar smátt og setjið saman við sykurinn. Penslið kökurnar með eggjahvítunni alveg út á brúnir, stráið síðan möndlu/sykri ofan á alveg út á brúnina, gott er að hafa mikið af möndlum á kökunum. Bakið í forhituðum ofni við 190°C (blástursofn 180°C) í miðjum ofni í um 10 mínútur eða þar til kökurnar hafa aðeins tekið lit, en þær eiga að vera ljósar.
 

Jólasíða Systu 11 október 2005, Jólamaturinn