Gleði og friðar jól

(Magnús Eiríksson)

 

Út með illsku’ og hatur,

inn með gleði’ og frið,

taktu’ á móti jólunum

með Drottinn þér við hlið.

Víða’ er hart í heimi,

horfin friðar sól.

Það geta ekki allir haldið

gleði’ og friðarjól.

 

Mundu að þakka Guði

gjafir, frelsi’ og frið.

Þrautir, raunir náungans

víst koma okkur við.

Bráðum klukkur klingja,

kalla heims um ból,

vonandi þær hringja flestum

gleði’ og friðarjól.

 

Biðjum fyrir öllum þeim

sem eiga bágt og þjást.

Víða mætti vera meira’

um kærleika og ást.

 

Bráðum koma jólin,

bíða gjafirnar.

Út um allar byggðir

verða boðnar kræsingar,

en gleymum ekki Guði,

hann son sinn okkur fól.

Gleymum ekki’ að þakka

fyrir gleði’ og friðarjól.

 

 

Jólasíða Systu    Jólatextar