Frá borg er nefnist Betlehem
(Hinrik Bjarnason)

Frá borg er nefnist Betlehem
kom boðskapur svo hljótt
er fátæk móðir, ferðamædd,
í fjárhúsi tók sótt.
Hún fæddi þar sinn fyrsta son
þá fyrstu jólanótt.
Vér boðum þér fögnuð og frið,
fögnuð og frið.
Vér boðum þér fögnuð og frið.

Á hæðum gættu hirðar fjár
og heyrðu fögur hljóð
er herskaranna himnakór
söng hallelújaóð.
Með fögnuði hin fyrstu jól
þeir fluttu sigurljóð.
Vér boðum þér fögnuð og frið,
fögnuð og frið.
Vér boðum þér fögnuð og frið.

 

Jólasíða Systu    Jólatextar