Bóndakökur

200 gr. smjörlíki
250 gr. sykur
1 stk. egg
300 gr. hveiti
75 gr. kókosmjöl
1 tsk. natron
2 msk. sýróp
Mónu súkkulaðidropar

Hrærið sykur og smjörlíki létt og ljóst og bætið svo egginu út í og hrærið vel. Þá er þurrefnunum blandað saman við og hnoða aðeins upp í deiginu, að lokum bætist sýrópið út í. Hnoðið degið saman, þá gæti þurft að bæta við hveiti. Gerið litlar kúlur og einn súkkulaðidropi settur ofan á og bakað við 200 ° c í 8-10 mín.

 

Jólasíða Systu 11 október 2005, Jólamaturinn