Ave María
(Indriði Einarsson/Sigvaldi Kaldalóns)

Þú blíða drottning
bjartari' en sólin,
þú biður fyrir lifendum og dauðum.
Hríf um eilífð oss frá heljar nauðum.
Ave María, Ave María, Ave María!
Gef þeim himnesk jólin.

Bið þinn son
að vernda oss frá villu.
Í veröld eru margir stígar hálir.
Um eilífð vernda allar látnar sálir.
Ave María, Ave María, Ave María!
Frelsa þær frá illu.

Jólasíða Systu    Jólatextar