Ásgeir Jónsson

 
Ásgeir Jónsson, prestur í Holti í Önundarfirði, f. 9. febrúar 1779 á Mýrum í Dýrafirði, d. 13 nóvember 1835. Hann lærði undir skóla hjá föður sínum, Stúdent frá Reykjavíkurskóla himum eldri 1 júní 1800, talinn hafa skarpar gáfur. Aðstoðarprestur föður síns frá 1804 og gengdi embættinu til vors 1811, en fluttist þá á eignarjörð sína Sæból, og bjó þar embættislaus þar til hann fékk Brjánslæk 2 apríl 1816 og fluttist þangað um sumarið, var þar prestur í 6 ár. Veitt Holt í Önundarfirði 30. júlí 1821 og luttist þangað vorið 1822. Holtsprestakalli þjónaði hann til dánardags. Hann var talinn góður kennimaður og mikill dugnaðarmaður bæði til sjós og lamds, en þóttinokkuð drykkfeldur og var kona hans það líka.

Foreldrar hans voru
Þorkatla Magnúsdóttir og Jón Ásgeirsson.
 
K: Rannveig Matthíasdóttir, f. 1777.
Börn þeirra:
          a) Þorkatla, f. 31 ágúst 1803, Holti Önundarfirði, d.20 nóvember 1881.
          b) Jón, f. 28 nóvember 1804.
          c) Halldóra, f. 19 nóvember 1805, d. 3 desember 1807.
          d) Matthildur, f. 23 júlí 1807, Holti, d. 26. ágúst 1877, Kleifum í Seyðisfirði vestra.
          e) Matthías, f. 15. júní 1809, Holti, d. 5 september 1859, Eyri í Seyðisfirði, vestri.
          f) Magnús, f. 5 nóvember 1810, Holti, d. 7 nóvember 1849, Kaupmannahöfn.
          g) Ásgeir, f. 27 nóvember 1811, Sæbóli Ingjaldssandi, d. 17 júlí 1812, Sæbóli.
          h) Hjalti, f. 14. júlí 1812, Sæbóli, d. 14 apríl 1832, Holti Önundarfirði.
          i) Halldóra, f. 1 nóvember 1815, Sæbóli, d. 2 sept 1881.
          j) Ásgeir, f. 7 ágúst 1818, Brjánslæk Barðaströnd, d. 6 júní 1860.
 
Ættfræðisíða Systu, 12 mars 2001
Nafnaskrá