|
Þorláksmessa – 23 desember.Þorláksmessa
er ekki eiginlega hluti af jólunum en þó órjúfanlega tengd þeim. Þorláksmessa
að vetri er 23 desember og er haldin til heiðurs Þorláki Þórhallssonar
biskups í Skálholti en þennan dag árið 1193 dó hann, Þorláksmessa að
sumri er 20 júli. Í dag höldum við almennt ekki hátíðir sem þessar og því er Þorláksmessa orðin hluti af jólaundirbúningnum, en þennan dag er vani að klára að skreyta heimilin og jólatréð er hjá flestum skreytt á Þorláksmessu. Það að borða kæsta skötu á Þorláksmessu er siður ættaður af vesturlandi en hefur breyðst mikið út sérstaklega á síðustu árum. Og þeir sem vilja geyma allt fram á síðustu stund nota oft þennan dag til að gera síðustu jólainnkaupin.
Vísanir: Skata á Þorláksmessu 23. desember .............................. |