Jólin eru fyrst og fremst trúarleg hátíð, þó svo að í
amstri dagsins gleymist það oft vegna anna og alls þess undirbúnings
sem við gröfum okkur í fyrir jólin. Mér fynst mjög mikilvægt að við
höfum í huga hversvegna við höldum jól, og ein besta leiðin til þess er
að lesa Jólasöguna.
Mörg fallegust lögin sem við syngjum fyrir jólin eru líka
sálmar, sálmarnir sem sungnir eru í kirkjum landsins á jólum og
jólaföstu, margir þeirra eru líka góð áminning um hvernig jólin urðu
að hátíð.
Jólin hafa verið haldi hátíðleg í Norðurevrópu frá alda
öðli. Í heiðni tengdist jólahátíðin vetrarsólhvörfum og var þá
haldin um það leyti sem daginn fer að lengja. Við kristni féllu svo hin
norrænu jól saman við kristna hátíð.
Jólahátíðir eru þekktar í Íslandi á miðöldum. Snorri
Sturluson, Gissur Þorvaldsson og fleiri áægtir menn þessa tíma héldu
stórar hátíðir um jól. Þar var um að ræða stórar matarveislur sem
entust dögum saman, dans, íþróttir og fleira. Alþýða manna hélt oft
sameiginlegar jólahátíðir sem nefndar voru Jólagleði. Þessar hátíðir
voru algengar í kathólskum sið en lögðust af um siðaskipti og voru
bannaðar í nokkrar aldir, enda hafa Íslendingar gleymt flestum sínum
alþýðudönsum.
Jólaskemmtanir eða jólaböll eins og við þekkjum þau í
dag urðu til rétt fyrir aldamótin 1900. Almennar jólaskemmtanir þykja þó
enn ekki við hæfi á Aðfangadag og Jóladag.

Óvíst er hvenær farið var að halda kristnar jólahátíðir, en
margir trúa því að það hafi verið á 4. öld, og þá hafi komið fram þessi
kristna útgáfa af hinni fornu sólstöðuhátíð. Er það álit sumra að rómverski
keisarinn Konstantín mikli hafi átt þar hlut að máli við það að reyna að finna
sameiginlega hátíð kristinna og rómverskra en rómverjar héldu 7 daga hátíð eftir
miðjan desember til að fagna nýju ári ásamt sólstöðunum. Þennan tíma voru
haldnar miklar matarveislur og allri vinnu og stríðsrekstri hætt, skiptst á
gjöfum og veittu þeir jafnvel þrælum sínum tímabundið frelsi.
Í dag eru jólin stærsta einstaka hátíðin í flestum Kristnum
löndum, og jafnvel stórhátið í þeim löndum sem eru aðeins að litlum hluta
Kirstinn.
Sagan af fæðingu Krists hefur varðveist öldum saman í sögum
guðspjallamannanna Lúkasar og Mattheusa. Þekktasta sagan um fæðingu hans og
jafnframt sú sem oftast er lesin í messum og útvarpi er frásögn Lúkasar af
fæðingu Jesús. En aðeins Lúkas og Mattheus fjalla um
Jesú sem barn, Jóhannes og Markús fjalla ekkert um barnæsku Jesú. Mattheus segir
frá vitringunum sem leita Jesú og færa honum gull, reykelsi og mirru. Í draumum
sínum um nóttina fræðast þeir um að Heródes konungur Júdeu hyggst láta drepa
barnið og vara þeir Maríu og Jósep við sem flýja til Egiptalands. Það er eftir
að fjölskyldan snýr aftur frá Egiptalandi sem þau setjast að í Nasaret.

Ó, þér blíðu englar
smá
í óspjölluðum blóma,
leika fríða látið sjá,
líkt og jólum sóma.
Barnið háa í Betlehem,
blómgað náð og friði,
blessa smáu börnin, sem
brúka fagra siði
(Sig Breiðfjörð)