Yrsa Helgadóttir

Yrsa Helgadóttir drottning í Svíþjóð.

Foreldrar hennar voru Ólöf drottinig og Helgi konungur.

M1: Aðils Óttarsson. Yrsu hafði Aðils tekið herfangi á Saxlandi. 

    a) Eysteinn

M2: Helgi Hálfdanarson konungur, sonur þeirra:

    b) Hrólfur kraki.

Aðils konungur kom með her sinn til Saxlands. Þar réð fyrir konungur er Geirþjófur hét en kona hans hét Ólöf hin ríka. Ekki er getið barna þeirra. Konungur var eigi í landinu. Aðils konungur og menn hans runnu upp til konungsbæjar og rændu þar. Sumir reka ofan hjörð til strandarhöggs. Hjarðarinnar hafði gætt ánauðigt fólk, karlar og konur, og höfðu þeir það allt með sér. Í því liði var mær ein undarlega fögur. Sú nefndist Yrsa. Fór þá Aðils konungur heim með herfang.Yrsa var ekki með ambáttum. Brátt fannst það að hún var vitur og vel orðum farin og allra hluta vel kunnandi. Fannst mönnum mikið um hana og þó konungi mest. Kom þá svo að Aðils gerði brullaup til hennar. Var þá Yrsa drottning í Svíþjóð og þótti hún hinn mesti skörungur.

Yrsa var í raun dóttir Ólafar drottinigar og Helga konungs manns hennar.

 Yrsa var eitt sinn brott numin af Helga konungi Hálfdanarsyni er réð fyrir Hleiðu en hann kom með svo mikinn her til Svíþjóðar að Aðils konungur sá sér engann annan kost en að flýja undan. Tók þá Helgi Yrsu höndum og gekk að eiga hana, þeirra sonur var Hrólfur kraki. Er Hrólfur var þrevetra kom Ólöf drottning til Danmerkur og frétti þá Yrsa um ættir sínar, snéri þá Yrsa drottning aftur til Svíþjóðar og Aðils og var þar drottning meðan hún lifði. Hrólfur sonur Yrsu var tekinn til konungs í Hleiðru átta vetra er Helgi faðir hanns féll í hernaði.

 Ættfræðisíða Systu, 20 febrúar 2001

Nafnaskrá