Yngvi Alreksson

Yngvi Alreksson tók konungdóm í Svíþjóð eftir föður sinn ásamt Álfi bróður sínum.

Faðir hans var Alrekur Agnason.

Yngvi var hermaður mikill og allsigursæll, fríður og íþróttamaður hinn mesti, sterkur og hinn snarpasti í orustum, mildur af fé og gleðimaður mikill. Af slíku öllu varð hann frægur og vinsæll.

Sonur hans var:

    a) Jörmundur fróði.

Yngvi Alreksson var þá enn eitt haust kominn úr víkingu til Uppsala og var þá hinn frægsti. Hann sat oft við drykkju lengi um kveldum. Álfur konungur gekk oft snemma að sofa. Bera drottning (kona Álfs) sat oft á kveldum og hjöluðu þau Yngvi sín í millum. Álfur ræddi oft um, bað hana fara fyrr að sofa, sagði að hann vildi ekki vaka eftir henni. Hún svarar og segir að sú kona væri sæl er heldur skyldi eiga Yngva en Álf. Hann reiddist því mjög er hún mælti það oft.

Eitt kveld gekk Álfur inn í höllina þá er þau Yngvi og Bera sátu í hásæti og töluðust við. Hafði Yngvi um kné sér mæki. Menn voru mjög drukknir og gáfu engan gaum að er konungurinn kom inn. Álfur konungur gekk að hásætinu, brá sverði undan skikkju og lagði í gegnum Yngva bróður sinn. Yngvi hljóp upp og brá mækinum og hjó Álf banahögg og féllu þeir báðir dauðir á gólfið. Voru þeir Álfur og Yngvi heygðir á Fýrisvöllum.

(Hákonar saga herðibreiðs)

Ættfræðisíða Systu, 2 janúar 2001

Nafnaskrá