Serviettu engill

Það sem þarf:

2 hvítar serviettur

Mjór borðin

Karton eða pappa spjald

Álpapír

Svartur tússpenni

Lím

 

Leiðbeiningar:

Klippið 10 tommu bút af borðanum. Kuðlið annari serviettunni saman í bolta. Setjið serviettu boltan í miðju hinnar serviettunar, og bindið fyrir með borðabútnum þannig að endarnir af serviettunni myndi búk en boltin höfuð. Teiknið nú andlit á engilinn með tússpennanum á miðja kúluna.

Klippið nú um það bil 5 tommu ræmu af álpapírnum og rúllið upp og myndið svo hring úr rúlluni, þetta verður svo geislabaugurinn á engilinn og límist aftan á höfuðið, hér mætti svo gera engilinn vandaðri ef þú vilt og setja á hann hár úr garni en það er ekki nauðsynlegt.

Klipptu annan 10 tommu bita af  borðanum og límdu hann aftan á höfuð engilsins í lykkju sem mun svo þjóna þeim tilgangi að hengja engilinn upp.

Klippið út út kartoninu tvo vængi, fasta saman í miðjunni, límið álpapír á báðar hliðar vængjanna og klippið af óþarfa odda sem hugsanlega standa út úr vængjunum eftir það, nú ættu vængirnir að vera orðnir silfurlitir og límast loks á bak engilsins.

Jólasíða Systu / Jólaföndur 3 desember 2002