Sælgætis krans

 Það sem þú þarft

1 vír herðatré

Um það bil 30 stykki af alskonar hörðu innpökkuðu sælgæti, brjóstsykur og þ.h.

Um það bil 30 stykki af marglitum krulluðum borðum í u.þ.b. 8” bitum.

Vír klippur

Tangir til að beyja herðatréð

Sterkt teipi

Venjuleg skæri til að klippa borðana.


Leiðbeiningar:

  1. Réttu úr herðatrénu og klipptu það í tvent (þannig dugir það í 2 kransa).
  2. Beygðu hálfa herðatréð í hring með u.þ.b. 4" vír uppúr sem beygist í krók til að hengja kransinn upp.
  3. Klipptu borðana í 8" bita.
  4. Brjóttu borðabitana í tvent og bintu sælgæti í miðjan borðan þannig að borðin bindist við umbúðir sælgætissins þar sem bréfið er snúið saman.
  5. Bindið nú sælgætið fast með rembihnút við vírinn. Bindið sælgætið fast upp við vírinn svo að vírinn hverfi alveg þegar allt sælgætið er komið.
  6. Krullaðu báða enda borðana með skærunum.
  7. Endurtaktu lið 4-6 uns vírinn er horfinn og sælgætið búið.

Það getur verið að það þurfi ekki svo mikið sælgæti og það gæti verið að það þyrfti meira það fer eftir stærð sælgætisins. Efst á kransinn mætti setja stórann borða til að fela krókinn ef þú vilt. Þennan karans er hægt að borða án þess að taka hann í sundur heldur er þá  sælgætið tekið úr bréfinu á kransinum, þannig að bréfið verði eftir. Snjalt til að bjóða gestum upp á og gott í jólagjafir.  

 

Jólasíða Systu / Jólaföndur 3 desember 2002