Haraldur harðráði Sigurðsson
Haraldur harðráði Sigurðsson, fæddur 1015, konungur í Noregi frá 1047, drepinn 25 sept. 1066 Stafnfurðubryggju á Englandi.
Foreldrar hans Sigurður Hálfdansson og Ása Guðbrandsdóttir.
Var frá 1030 bandamaður hálfbróður síns Ólafs Haraldssonar og flýði Noreg eftir fall hans 1030 og dvaldi um tíma í Miklagarði. Kom aftur 1046 til Noregs og varð einvaldur 1047 við dauða Magnúsar góða. Fór 1066 herferð til Englands og féll þar.
K1:1045, Ellisif Jaroslavna, börn þeirra:
a) María, varð bráðdauð þann sama dag og á þeirri sömu stundu er Haraldur konungur faðir hennar féll,
b) Ingigerður,
K2: 1048 Þóra Þorbergsdóttir frá Giska, f. ca 1015, börn þeirra:
c) Magnús II Noregskonungur, f. 1049,
d) Ólafur III Noregskonungur, f. 1050,
Haraldur konungur var maður ríkur og stjórnsamur innanlands, spekingur mikill að viti svo að það er alþýðu mál að engi höfðingi hafi sá verið á Norðurlöndum er jafndjúpvitur hafi verið sem Haraldur eða ráðsnjallur. Hann var orustumaður mikill og hinn vopndjarfasti. Hann var sterkur og vopnfær betur en hver maður annarra svo sem fyrr er ritað.
Er saga mikil frá Haraldi konungi sett í kvæði þau er
íslenskir menn færðu honum sjálfum eða sonum hans. Var hann fyrir
þá sök vinur þeirra mikill. Hann var og hinn mesti vinur hingað til
allra landsmanna. Og þá er var mikið hallæri á Íslandi þá leyfði
Haraldur konungur fjórum skipum mjölleyfi til Íslands og kvað á að
ekki skippund skyldi vera dýrra en fyrir hundrað vaðmála. Hann leyfði
utanferð öllum fátækum mönnum þeim er sér fengju vistir um haf. Og
þaðan af nærðist land þetta til árferðar og batnaðar. Haraldur
konungur sendi út hingað klukku til kirkju þeirrar er hinn helgi Ólafur
konungur sendi við til, er sett var á alþingi.
Haralds saga Sigurðssonar |
Ættfræðisíða Systu 29 desember 2000.
Tenglar: