Véla og bíla þjónusta Kristjáns,
er eins og nafnið bendir til vélaverkstæði eiginlega svona altmulig verkstæði. Hér er gert við allt sem bilar eða því sem næst, auk þess eru framleiddir hinir ýmsu hlutir úr steypujárni fyrir útgerð t.d. Koppar, línuskífur, netaskífur ofl.
Bíla og vélaverkstæðið er rekið í fyrrverandi fiskverkunar húsi sem hefur í gegnum árin gengið undir nafninu RÁÐALEYSI. Ein skýring á nafninu RÁÐALEYSI er að það hafi verið byggt í óráði eða ráðaleysi.(að sumra mati)
Járnsteypan og renniverkstæðið er rekið í húsnæði GJS, sem var rekin frá 1913 til 1995 undir nafni Vélsmiðja Guðmundar J Sigurssonar & co.
"Smiðjan" var og er lands og jafnvel heimsfræg fyrir að þar voru og eru enn leyst vandamál sem menn töldu óleysanleg. Mikið var gert við breskatogara fyrir þorskastríð. Og smíðaðir varahlutir í vélar og búnað sem voru ófáanlegir á stríðsárunum.
Framleidd línuspil og annar búnaður fyrir vélbáta útgerðar um land allt.
En meir um vélsmiðjuna á tenglinum GJS Vélsmiðja hér fyrir ofan. Einnig eru myndir í myndasafninu sem tengjast sögu GJS í fortíð sem nútíð.
Hér verður leitast við að hafa upplýsingar um fyrirtækið VBK ásamt ýmsum fróðleik því tengdu og húsnæði því sem fyrirtækið er rekið í.
Hér verða myndir frá verkefnum, framleiðslu og öðru sem markvert þykir.
Vonandi lika fróðleikur um horfna tíma og verklag, aðallega í formi mynda en einnig ritað mál.
Vonandi hafið þið gaman af heimsókninni.